Myndasafn: Fjölskyldudagurinn í Vogum
Veðrið lék við íbúa Voga og gesti þeirra í dag þegar árlegi Fjölskyldudagurinn var haldinn. Ungir sem aldnir gerðu sér glaðan dag og skemmtu sér m.a. við kassabílarallý, dorgveiðikeppni, ratleik og margt fleira. Í Aragerði voru leiktæki og ýmis skemmtiatriði en áður en að því kom var efnt til vatnsbyssustríðs þar sem mikið gekk á með tilheyrandi gusugangi svo varla var þurr þráður á þeim sem þátt tóku.
Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í Vogum í dag og myndasyrpu frá deginum má sjá í ljósmyndasafninu hér á vefnum.
Mynd: Það var mikill gusugangur í Vogunum í dag eins og sjá má. VF-mynd: elg
Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í Vogum í dag og myndasyrpu frá deginum má sjá í ljósmyndasafninu hér á vefnum.
Mynd: Það var mikill gusugangur í Vogunum í dag eins og sjá má. VF-mynd: elg