Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Myndasafn: Fjölmennasta árshátíð í sögu Reykjanesbæjar
Fulltrúar Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn mættu á árshátíðina. Gunnar Þórarinsson bregður á leik yfir höfði bæjarstjórans. VF-Myndir/JJK
Miðvikudagur 13. mars 2013 kl. 18:32

Myndasafn: Fjölmennasta árshátíð í sögu Reykjanesbæjar

Árshátíð Reykjanesbæjar fór fram síðastliðinn laugardag í íþróttahúsinu að Sunnubraut í Reykjanesbæ. Um 600 manns voru saman komnir á árshátíðinni í ár eða flestir starfsmenn bæjarins. Þetta er fjölmennasta árshátíð í sögu Reykjanesbæjar. Árshátíðin heppnaðist vel í alla staði og stemmningin frábær.

Ljósmyndari Víkurfrétta leit við á árshátíðinni og smellti af nokkrum myndum. Þemað í ár var Júróvisíon og skartaði Árni Sigfússon, bæjarstjóri, glæsilegum bleikum jakka af því tilefni.

Fjölmargar myndir af gestum árshátíðarinnar má nálgast á ljósmyndavef Víkurfrétta. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, er á fjölmörgum myndum. Árni sá um að fá fólk í myndatöku og voru gestir hátíðarinnar æstir að fá mynd af sér með bæjarstjórnanum. Greinilega vinsæll meðal starfsfólks Reykjanesbæjar.

Hér má finna myndasafn frá Árshátíð Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024