Myndasafn: Fjölmennasta árshátíð í sögu Reykjanesbæjar
Árshátíð Reykjanesbæjar fór fram síðastliðinn laugardag í íþróttahúsinu að Sunnubraut í Reykjanesbæ. Um 600 manns voru saman komnir á árshátíðinni í ár eða flestir starfsmenn bæjarins. Þetta er fjölmennasta árshátíð í sögu Reykjanesbæjar. Árshátíðin heppnaðist vel í alla staði og stemmningin frábær.
Ljósmyndari Víkurfrétta leit við á árshátíðinni og smellti af nokkrum myndum. Þemað í ár var Júróvisíon og skartaði Árni Sigfússon, bæjarstjóri, glæsilegum bleikum jakka af því tilefni.
Fjölmargar myndir af gestum árshátíðarinnar má nálgast á ljósmyndavef Víkurfrétta. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, er á fjölmörgum myndum. Árni sá um að fá fólk í myndatöku og voru gestir hátíðarinnar æstir að fá mynd af sér með bæjarstjórnanum. Greinilega vinsæll meðal starfsfólks Reykjanesbæjar.
Hér má finna myndasafn frá Árshátíð Reykjanesbæjar.