Myndasafn: Buslugangur í Grófinni
Sumarið er tíminn til að leika sér. Þá tekur mannfólkið fram hin ýmsu leikföng til að njóta sem best þess stutta tíma sem íslenska sumarið er, sér í lagi á þeirra góðviðrisdaga sem gefast en flestir eru reyndar sammála um að slíkir dagar mætti vera nokkuð fleiri en raun ber vitni.
Það var líflegt um að litast við smábátahöfnina í Grófinni síðdegis í gær, þar sem saman voru komnir krakkar á siglinganámskeiði auk annarra sem voru með öllu kraftmeiri leikföng en smákænur. Hvort sem leikföngin voru hraðskreið eður ei, virtust allir njóta þess að vera til á fögrum degi. Sumir réðu sér reyndar vart fyrir kæti og bleyttu aðeins í sér, eins og þessir ungu ofurhugar á meðfylgjandi mynd.
Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók nokkrar svipmyndir frá mannlífinu í Grófinni í gær en þær eru að finna í ljósmyndasafnu hér á vef Víkurfrétta.