Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Myndasafn: 17. júní í Reykjanesbæ
Fjallkonan Sandra Lind ásamt fjölskyldu sinni.
Miðvikudagur 18. júní 2014 kl. 09:28

Myndasafn: 17. júní í Reykjanesbæ

Íslendingar fögnuðu 70 ára afmæli lýðveldisins í gær þrátt fyrir talsverða rigningu víðsvegar. Það var ansi vætusamt í Reykjanesbæ í gær en þó létu fjölmargir það ekki aftra sér og nutu 17. júní til fulls. Dagskrá fór fram í skrúðgarðinum í Keflavík en þar dró Ellert Eiríksson fyrrum bæjarstjóri Reykjanesbæjar íslenska fánann að húni. Fjallkonan var hin 18 ára Sandra Lind Þrastardóttir, dúx við FS, en hún var einkar glæsileg.

Ýmis skemmtidagskrá var í boði en m.a. komu fram Ingó veðurguð og hljómsveitin Klassart. Ljósmyndari Víkurfrétta var í skrúðgarðinum en einnig má sjá myndir frá kaffihlaðborðum Keflavíkur og Njarðvíkur hér að neðan. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjá myndasafn hér

Ellert Eiríksson var fyrsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Fjallkonan Sandra Lind.

Kaffihlaðborð hjá körfuknattleiksdeild Keflavíkur.

Veglegt hlaðborð hjá Njarðvíkingum.