Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mánudagur 10. júlí 2000 kl. 13:04

Myndarleg sögusýning Slysavarnafélagsins í Garðinum

Minjasafn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar var formlega opnað á 70 ára afmæli Slysavarnarfélags Íslands 29. maí 1998. Safnið segir sögu félagsins i máli, myndum og munum og hefur það að leiðarljósi að vera fræðandi um flesta þætti starfseminnar.Á safninu má sjá ýmsa muni sem tengjast þáttum eins og björgunarbátum og -skipum, þyrlubjörgun, sjúkraflugi, fræðslustarfi og fjarskiptatækini, auk slysavarna- og björgunarstarfs. Einnig má finna á safninu gamlan loftskeytaklefa af togaranum Geir úr Reykjavík. Oddur V. Gíslason á Stað í Grindavík var aðalhvatamaðurinn að því að koma af stað slysavörnum hér á landi, en hann hóf starf sitt árið 1888. Hann stofnaði m.a. bjargráðanefndir í allmörgum verstöðvum og stóð að útgáfu blaðsins Sæbjargar, sem sýnishorn eru að á safninu. Opnunartími safnsins er alla daga kl. 13:00-17:00 og eftir samkomulagi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024