Myndarleg brenna við Ægisgötu í kvöld
Árleg þrettándagleði í Reykjanesbæ verður haldin í kvöld, 6. janúar. Dagskrá hefst kl.18.00 með skrúðgöngu frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu 8. Brennan verður svo staðsett við Ægisgötu.
Á dagskránni verður m.a.: Álfabrenna, tónlist, söngur, álfakóngur og drottning, púkar, Grýla, Leppalúði og jólasveinar. Reykjanesbær býður upp á heitt kakó og fjölmargt verður um að vera auk þess sem að flugeldasýning setur punktinn yfir i-ið.
Mynd: Verið var að leggja lokahönd á undirbúning þrettándagleðinnar og brennan að verða klár.