Myndaði nýja skriðu án þess að verða var við skjálftann
Bræðurnir Einar Guðberg og Júlíus Gunnarssynir voru á gönguferð um Vogavík þegar stóri jarðskjálftinn reið yfir á öðrum tímanum á þriðjudaginn í þarsíðustu viku. Þeir voru niðursokknir í að njóta náttúrufegurðarinnar en urðu skjálftans ekki varir.
Einar Guðberg smellti þó mynd fyrir rælni af nýlegri skriðu sem hafði fallið í Vogavíkinni en það var ekki fyrr en heim var komið að þeir áttuðu sig á að stór jarðskjálfti hafði orðið og orsakað skriðuna þegar þeir voru á göngutúrnum.
Auk þess að skoða sig um í Vogavík fóru þeir bræður eftir Stapagötunni, sem er átta kílómetra löng og var þjóðleiðin til Keflavíkur áður en Keflavíkurvegurinn varð til.
Skriðan sem féll í Vogavík í jarðskjálftanum í þarsíðustu viku. Myndir: Einar Guðberg Gunnarsson
Séð yfir Vogavík.