Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mynd mánaðarins eftir Guðrúnu Karlsdóttur
Föstudagur 2. maí 2003 kl. 12:20

Mynd mánaðarins eftir Guðrúnu Karlsdóttur

Ný mynd mánaðarins hefur verið sett upp í Kjarna, Hafnargötu 57, í Reykjanesbæ. Eins og áður hefur komið fram er hér á ferðinni kynning á myndlistarmönnum í Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ á vegum Listasafns Reykjanesbæjar. Listamaður maímánaðar er Guðrún J. Karlsdóttir.Guðrún J. Karlsdóttir er fædd í Vestmannaeyjum 7. september 1951. Hún bjó í Hafnarfirði öll sín skólaár en flutti til Reykjanesbæjar árið 1970 og hefur búið þar síðan. Guðrún fékk snemma áhuga á myndlist og fyrstu skrefin á myndlistarbrautinni tók hún undir handleiðslu Bjarna Jónssonar í Flensborg í Hafnarfirði. Hún hefur stundað myndlistarnámskeið í vegum Baðstofunnar í áratugi en Baðstofan er félag áhugafólks um myndlist, sem starfað hefur í Reykjanesbæ yfir 30 ár. Guðrún byrjaði í Baðstofunni árið 1971 og frá 1994 hefur hún sótt námskeið árlega. Guðrún er nú formaður Baðstofunnar.

Guðrún hefur haldið þrjár einkasýningar, síðast í Betri stofunni í Bústoð í september árið 2002. Hún hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum í Reykjanesbæ á vegum Baðstofunnar. Guðrún sýnir þessa dagana verk sín í Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36 í Reykjanesbæ og er sýningin opin virka daga frá kl. 10.00-16.00.

Myndin heitir “Tvær góðar !”
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024