Atnorth
Atnorth

Mannlíf

Fimmtudagur 3. júní 1999 kl. 22:58

MYLLUBAKKASKÓLA SLITIÐ Í SÍÐASTA SINN SEM BARNASKÓLA

Myllubakkaskóla slitið í síðasta sinn sem barnaskóla Myllubakkaskóla var slitið fimmtudaginn 27. maí, þar sem stór hluti eða 30 kennarar skólans voru að fara í námsferð til Boston í Bandaríkjunum þann sama dag. Kennararnir mun kynna sér skólastarf í fylkinu, hitta bæði nemendur og kennara, sitja fræðslufundi og safna saman upplýsingum og fræðslu til þess að nýta hér heima. Fjöldi nemenda á skólaárinu var 735, kennarar voru 43 talsins, en nú við breytinguna fækkar nemendum niður í 410 og kennarar verða um 30 talsins. Þetta er viðamesta breyting á skólakerfi bæjarfélagsins frá upphafi, breyting sem mun taka til allra er að skólastarfi koma. Það liggur fyrir að skólarnir í bænum okkar verða það sem kallað er heilstæðir tveggja hliðstæðna skólar, þ.e. skólar fyrir 1. - 10. bekk með að meðaltali tvo bekki í árgangi. Holtaskóli og Heiðarskóli verða báðir einsetnir strax næsta skólaár, en Myllubakkaskóli og Njarðvíkurskóli verða tvísetnir að hluta til næsta vetur. Skólastjóri kvaddi nemendur með því að minna þau á liðin ár í skólanum, þar sem þau hefðu þroskast og dafnað, lifað og lært. Margt sem þau hefðu öðlast í náminu við skólann yrði þeim haldreipi síðar á lífsleiðinni. Stærsti lykill að frekari námi þeirra fékkst innan veggja skólans með hjálp góðra og áhugasamra kennara, en það er lesturinn sem notast hvar sem er og hvenær sem er við hvaða aðstæður sem er. Það er ekki lítið sem sú tækni getur gert nemendum kleyft að framkvæma og skilja. Hvatti hann nemendur til að nýta sér kunnáttuna og leita þekkingar hvar sem þau teldu hana að fá. Þá voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi námárangur í 2. - 6. bekk.
Bílakjarninn
Bílakjarninn