Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Musteri úr ull í Vogunum
Þriðjudagur 19. júlí 2011 kl. 09:23

Musteri úr ull í Vogunum


Listamennirnir Graham Keegan og Kira Kira hafa byggt musteri úr ull inn í Hlöðunni -sýningarrými í Vogum á Vatnsleysuströnd. Opnun þess verður fagnað næstkomandi sunnudag klukkan 17:00 með frumflutningi nýrrar tónsmíðar Kiru Kiru. Sérstakur gestur hennar er Pétur Hallgrímsson sem leikur á kjöltustálgítar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í tónsmíðinni byggir Kira á orgelmöntru. "Mig langaði til þess að búa til músíkalskt ástand áþekkt því sem mér finnst gott að hafa hjá mér þegar ég hugleiði, eitthvað sem greiðir fyrir samtalinu við innimanninn og skapar andrúmsloft sem kemur kyrrð á hugann."

Á opnunni leikur Kira á orgel og Pétur Hallgrímsson á kjöltustálgítar en á upptökunni sem ómar í musterinu á meðan á sýningu stendur leikur einnig trompetleikarinn Eiríkur Orri Ólafsson.

Musterið bjó Graham til úr íslenskri ull. Hann langaði til þess að búa til eins konar vé, griðastað fyrir andann.

Opnun sunnudaginn 24. júlí kl. 17:00, stundvíslega. Sýningin verður opin til og með 13. ágúst.