Mús við þrettándabrennu
Það bar helst til tíðinda á þrett-ándagleði í Reykjanesbæ á dögunum að lítil mús heilsaði upp á gesti við þrettándabálköstinn. Músarinnar varð vart þar sem hún sat hin rólegasta á skó eins áhorfanda brennunnar. Músin hefur eflaust verið að ná sér í hita í kroppinn en hljóp svo af stað þegar fólk varð hennar vart.
Því miður endaði músin líf sitt við brennuna. Það var reyndar alveg óvart þar sem hún endaði undir vígalegum vetrarskósóla án þess að viðkomandi yrði þess var að hafa stigið á dýrið.
Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi, var á staðnum og náði nokkrum myndum af músinni áður en líf hennar hafði sviplegan endi.