Munum eftir smáfuglunum
Í kuldakastinu síðustu daga hafa smáfuglarnir háð harða lífsbaráttu við að ná í æti enda hefur kuldinn farið yfir 10 gráður. Í veðráttu sem þessari er mikilvægt að fuglunum sé gefið og að fólki muni eftir þeim. Það er fátt fallegra en að sjá fugladrífu í garðinum hjá sér gæða sér á korni sem dreift hefur verið á grasið. Já, þeir kunna svo sannarlega að meta það smáfuglarnir þegar mannfólkið tekur sig til og hendir nokkrum kornum á snjóinn; það verður ekki arða eftir. Munum eftir smáfuglunum!