Munu börn í Reykjanesbæ slá lestrarmet í sumar?
Á þriðja hundrað börn lesa nú af kappi í sumarlestri Bókasafns Reykjanesbæjar. Hver þátttakandi fær fisk á fyrsta þátttökudegi til að setja í fiskabúr sumarlesturs og þar svamla nú 233 fiskar.
Það hefur því gengið vel að fiska eftir lestrarhestum það sem af er sumri. Sumarlestri er þó hvergi nærri lokið og mestallur júlí og allur ágúst eftir. Við gætum því enn slegið þátttökumetið frá árinu 2008 en þá tóku 255 börn þátt.
Grunnskólabörn í Reykjanesbæ og læs börn á leið í grunnskóla eru hvött til að hjálpa okkur á Bókasafninu að sjá metið.
Fiskabúr sumarlesturs með 233 fiskum.