Mun klárlega auka fjölbreytni

Eftir að Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra hafði skrifað undir samninginn um aukna fjárveitingu til skólans vegna viðbyggingar félagsaðstöðu nemenda við FS, spurðum við nokkra nemendur um hvað þeim finnst um bætta félagsaðstöðu innan skólans.

„Ja, ég á nú afmæli í dag á þessum merka degi í sögu skólans,“ segir Ólafur Ómar.

„Engin er á móti þessu því þetta mun klárlega auka fjölbreytni í félagsstarfi skólans,“ segir Ingvar Marvin.

„Það gæti haft slæm áhrif á mætingu nemenda ef einstaklingar eru of mikið að taka þátt í félagsstarfi,“ segir Stefán Hlífar.

Þegar við spurðum hvers konar félagsstarfsemi þeir vildu sjá innan FS þá höfðu þeir áhuga á eftirfarandi klúbbastarfsemi; „Billjard, skák, bókaspjall, spunaspil, matreiðsla, fjallganga, kvikmyndir og vísindi.“