Mugison leikur á Ránni í kvöld
Síðustu sólótónleikar listamannsins Mugison hér á landi í bili verða haldnir á veitingastaðnum Ránni í kvöld. Húsið opnar klukkan 21:00 kostar 500
kr.- inn. 18 ára aldurstakmark er á tónleikana sem eru í boði Sparisjóðsins í Keflavík og Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Mugison hefur vakið óskipta athygli hér heima og erlendis frá því hann gaf út plötuna „Mugimama is this Monkeymusic“ og var hún m.a. kosin besta plata ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum.
Mynd/BB.is: Mugison ásamt Ragnari Kjartanssyni, söngvara Trabant.