MSS fær frábærar móttökur hjá Grindvíkingum
Að sögn Guðrúnar Jónu Magnúsdóttur, verkefnisstjóra hjá Grindavíkurútibúi Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum, hafa námskeið MSS í haust fengið fengið frábærar móttökur hjá Grindvíkingum. Boðið hefur verið upp á ýmis námskeið og aðsókn framar vonum.
Myndirnar sem hér fylgja eru frá námskeiði í silfursmíði og fluguhnýtinga- og kastnámskeiðinu. Vífill Valgeirsson var með silfursmíðina og Guðlaugur Steinarsson kenndi fluguhnýtingarnar og köstin.