Mozart-tónleikar í Duus á morgun
Kammersveit Reykjavíkur heldur Mozart tónleika í Duushúsum á morgun, laugardaginn 18. mars n.k. kl. 15:00.
Tónleikarnir eru í boði Tónlistarfélags Reykjanesbæjar og í tilefni af 250 ára afmæli Mozart flytur hljómsveitin m.a. lög eftir hann og samtímamenn.
Frumflutt verður verk eftir ungan Norðmann, Jan Erik Michalsen og í fyrsta sinn á Íslandi verður leikið á glerhörpu. Er því um einstakan tónlistarviðburð að ræða.
Forsala aðgöngumiða fer fram í Duushúsum alla daga fram að tónleikunum milli kl. 13:00 - 17:00. Einnig er hægt að panta miða í síma 421 3796. Miðaverð er kr. 1.500.
Tónleikarnir eru í boði Tónlistarfélags Reykjanesbæjar og í tilefni af 250 ára afmæli Mozart flytur hljómsveitin m.a. lög eftir hann og samtímamenn.
Frumflutt verður verk eftir ungan Norðmann, Jan Erik Michalsen og í fyrsta sinn á Íslandi verður leikið á glerhörpu. Er því um einstakan tónlistarviðburð að ræða.
Forsala aðgöngumiða fer fram í Duushúsum alla daga fram að tónleikunum milli kl. 13:00 - 17:00. Einnig er hægt að panta miða í síma 421 3796. Miðaverð er kr. 1.500.