Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mótorhjólasýning í Reykjaneshöll í dag
Laugardagur 14. maí 2011 kl. 13:15

Mótorhjólasýning í Reykjaneshöll í dag

Ernir, bifhjólaklúbbur Suðurnesja, fagnar 10 ára afmæli með hjólasýningu í Reykjaneshöllí dag kl. 11-17. Yfir eitthundrað hjól af öllum stærðum og gerðum verða til sýnis. Boðið verður upp á kaffi og afmælistertu, að sögn Pálma Hannessonar, formanns Arna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ýmis fyrirtæki verða með vörur til sölu og sýnis. Boðið verður upp á húðflúr og airbrush. Hoppukastalar og andlitsmálun fyrir börn og eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi, bæði hjólafólk og aðrir gestir. Þá verða tónlistaratriði og margt fleira á meðan sýningunni stendur.

Um kl. 15 í dag verður viðgerðarhlé fyrir utan Reykjaneshöllina en þennan dag verður Tjarnagrill-rallið haldið hér á Suðurnesjum, þannig að áhugafólk um mótorsport fær mikið fyrir sinn snúð.