Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mótorhjólaklúbbur safnar fyrir Ragnarssel
Fimmtudagur 2. desember 2010 kl. 11:29

Mótorhjólaklúbbur safnar fyrir Ragnarssel

Fjáröflunarkvöld S.O.D. MC SUÐURNES verður haldið laugardaginn 4. desember í félagsheimili klúbbsins við Fitjabraut 28 í Njarðvík.

Óskar Óskarsson, talsmaður klúbbsins, segir að safnað verði fyrir Ragnarssel sem er dagvistun fyrir fötluð börn á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Húsið opnar kl 17:00 og verður boðið uppá kaffi og vöfflur. Einnig verður grillað á staðnum og er frjálst framlag fyrir grillið,“ sagði Óskar.

Miðaverð á fjáröflunarkvöldið er aðeins 2000 kr. og verða veglegir vinningar dregnir út á seld miðanúmer. Boðið verður uppá lifandi tónlist. Þá verður jólasveinn á staðnum og verður hann með góðgæti fyrir börnin.