Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mótorhjól í Afríku og Asíu
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 6. ágúst 2024 kl. 08:39

Mótorhjól í Afríku og Asíu

Gylfi Hauksson er einn gallharðra Grindvíkinga sem býr í Grindavík og ætlar sér að búa þar áfram, sama hvað tautar og raular í móður náttúru. Mótorhjól er eitt helsta áhugamálið og er draumurinn að hjóla í Afríku og Asíu. Grillmatur er í uppáhaldi á sumrin og ef drykkurinn er ekki áfengur, fer Kristall oft inn fyrir varir hans.

Nafn, staða, búseta: Gylfi Hauksson sölumaður hjá Kemi/Poulsen. Bý í Grindavík.

Hvernig á að verja sumarfríinu? Evróputúr með betri helmingnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver er uppáhaldsstaðurinn á Íslandi og af hverju? Fyrir utan Grindavík er það Grenivík, slaka hvergi betur á en þar.

Hvaða stað langar þig mest á sem þú hefur ekki komið á (á Íslandi og eða útlöndum)? Langar að mótorhjólast í Afríku og Asíu.

Er einhver sérstakur matur í meira uppáhaldi á sumrin? Grillmatur.

Hvað með drykki? Bjór, Gin og tonic og Whisky. Nefni Kristal líka svo það sé ekki bara áfengi.

Hvað með garðinn, þarf að fara í hann? Vonandi ekki.

Þarftu að slá blettinn eða mála húsið/íbúðina? Var að slá, slepp við að mála þetta sumarið, þyrfti kannski mann í það þegar þar að kemur.

Veiði, golf eða önnur útivist? Flækist mikið á mótorhjóli.  Fer í golfið þegar ég verð gamall

Tónleikar í sumar? Ekkert planað

Áttu gæludýr? Tvo labradorhunda, Tuma og Rokkó.

Hver er uppáhaldslyktin þín (og af hverju)? Sunnudagslyktin, (lambakjöt í ofninum)  eitthvað sem maður ólst upp við.

Hvert myndir þú segja erlendum ferðamanni að fara/gera á Suðurnesjum? Reyna að komast til Grindavíkur. Eitthvað sem viðkomandi myndi aldrei gleyma.