Mótmæli við Flugstöðina
Talsverður hópur fólks með kröfuspjöld var samankomin fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðdegis í gær. Vakti þetta athygli vegfarenda sem helst datt í hug að andstæðingar Kárahjúkavirkjunar, álvera og almennra framfara væru mættir á svæðið, jafnvel með grænt skyr í pokahorninu.
Allt fór þetta samt friðsamlega fram því hér voru ekki alvöru mótmæli á ferðinni, heldur sérstök móttökuathöfn starfsmanna upplýsingatæknifyrirtækisins QlikView, sem staddir eru hér á landi. Voru þeir að taka á móti samstarfsfélögum sínum með þessum hætti og höfðu allir gaman af gríninu.
VF-mynd: Ellert Grétarsson