Moskva, Mostar og Fimmvörðuháls
- Eysteinn Eyjólfsson og Guðrún Teitsdóttir á ferð og flugi
„Við fórum víða í sumar og heimsóttum marga eftirminnilega staði. Sumarævintýraferð okkar Guðrúnar til Moskvu á Ísland – Argentína og áfram til Korcula, króatískrar eyju í Adríahafinu, og þaðan til Mostar í Bosníu Herzegoveniu og Kotor í Svartfjallalandi var einstök í alla staði. Náttúrufegurð mikil, sagan áþreifanleg í hverju spori og fólk gott heima að sækja - hvort sem í Moskvu eða Mostar - og til í að spjalla um fótbolta þrátt fyrir enga enskukunnáttu á stundum,“ segir Keflvíkingurinn Eysteinn Eyjólfsson aðspurður út í sumarið 2018.
„Á Fróni var flækst í hefðbundnar veiðiferðir í Veiðivötn og Gufudalsá með hinum einstöku Postulum. Vestfirðir voru teknir með trompi í framhaldinu en hápunktur innanlandsþvælingsins var gönguferð yfir Fimmvörðuháls með vinnufélögum mínum í VIRK í blíðskaparveðri.“
Skálað eftir snorkldag í Mljet-þjóðgarðinum.
Útivist í íslenskri náttúru er toppurinn.