Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mörtu gengur vel á Grænlandi
Mánudagur 4. júní 2007 kl. 16:11

Mörtu gengur vel á Grænlandi

Grindvíkingnum Mörtu Guðmundsdóttur og ferðafélögum hennar gengur vel á leið sinni yfir Grænlandsjökul, en ferð þeirra hófst 21. maí.

Marta fór í þessa ferð til að vekja athygli á forvörnum gegn brjóstakrabbameini og til að selja kort til að styrkja rannsóknir á krabbameini. Þau eru nú meira en hálfnuð á leið sinni yfir jökulinn og komust í gær yfir hæsta tind Grænlandsjökuls. Þá settu þau nýtt met á ferð sinni er þau lögðu að baki rúma 50 km á einum degi, en þau ferðast á hundasleðum.

Marta skrifar á bloggsíðu sína í gær:

Sunnudagur 3. júní - Nýtt met!
Hæ allir.
Við vöknuðum í sól og blíðu sunnudagsmorgun þannig að það var þess virði að bíða. Þutum svo áfram og slógum mörg met, gengum 50 km og allir glaðir.

 

Það var ótrúlegt að vera á jöklinum í svona veðri og í raun erfitt fyrir mig að lýsa því. Upplifun sem mun aldrei gleymast. Nú er nefið rautt og aumt og engin krem virka eða duga á trúðanebbann. Fjölbreytni í matarboxinu er orðin frekar lítil, endalaust hrökkbrauð og kavíar. Allir að kafna úr svitafýlu eftir daginn.


Hafið það gott og ekki gleyma að kaupa kortin!!!
Kær kveðja, Marta.

Smellið hér til að sja bloggsíðuna


Smellið hér til að lesa viðtal við Mörtu í VF


Smellið hér til að kaupa kort


Myndir af bloggsíðu Mörtu.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024