Morfís-lið FS í keppni í beinni á Youtbue
Lið skólans keppir við lið Menntaskólans á Egilsstöðum í MORFÍS. Keppnin verður á Egilsstöðum laugardaginn 23. janúar og hefst kl. 20:00. Þeir sem vilja fylgjast geta séð keppnina á YouTube-slóð Jóhanns Hinriks: https://www.youtube.com/user/
Umræðuefnið í keppninni er: „Allir eiga skilið annað tækifæri“, ME mælir með tillögunni og FS á móti. Nemendur ætla að koma saman í skólanum, horfa á keppnina og senda jákvæða strauma til Egilsstaða.
Okkar lið skipa Azra Cmac frummælandi, Aníta Lóa Hauksdóttir meðmælandi, Sólborg Guðbrandsdóttir stuðningsmaður og Ingibjörg Ýr Smáradóttir liðsstjóri. Þjálfari liðsins Arnar Már Eyfells sem er fyrrum nemandi skólans og þrautreyndur MORFÍS-maður.