MORFÍS-keppnin í FS í kvöld
Ræðulið Fjölbrautaskóla Suðurnesja tekur á móti liði Fjölbrautaskólans í Garðabæ í kvöld í MORFÍS, ræðukeppni framhaldsskólanna. Viðeignin fer fram í sal FS og hefst klukkan 20.
Lið FS sigraði lið Menntaskólans á Egilsstöðum með rúmlega 130 stiga mun þann 14. janúar s.l. og var Sigfús Jóhann Árnason valinn ræðumaður kvöldsins. Frummælandi FS-inga í kvöld verður Fannar Óli Ólafsson, meðmælandi verður Davíð Már Gunnarsson. Liðsstjóri verður Oddur Gunnarsson og stuðningsmaður verður Sigfús Jóhann Árnason.
Ræðuefni kvöldsins verður „Ameríski draumurinn“ og er lið FS með en lið FG á móti.