Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Morðingjar í stað Úlpu
Miðvikudagur 15. febrúar 2006 kl. 15:31

Morðingjar í stað Úlpu

Hljómsveitin Úlpa hefur boðað forföll á AFTAN ROKK í kvöld.
Aftan liðar ásamt hljómsveitunum sem fram koma voru snarir í snúningum og höfðu samband við pönkbandið Morðingjana. MORÐINGJARNIR voru ekki lengi að svarA kallinu og fylla því í skarðið í kvöld.

Morðingjarnir er merkilega aktív hljómsveit miðað við stuttan líftíma. Á fyrstu tveimur mánuðunum sem hljómsveitin var til hafa piltarnir samið, æft og tekið upp heila plötu. Stefnan er engin, fordómar í lágmarki og þeir snobba ekki fyrir neinu. „Farðu í buxur og drífðu þig út.“ Hljómsveitin inniheldur tvo meðlimi úr Dáðadrengjum.

Eins og áður hefur komið fram spilar einnig keflvíska hljómsveitin Kafteinn Hafsteinn og Áhöfnin sem spilar rapp með lifandi hljóðfæraleik og er textgerð Hafsteins hnyttin og skemmtileg.
Einnig kemur fram hljómsveitin Koja sem spilar framsækið rokk. Hún á einnig rætur að rekja í Bítlabæinn og rúmlega það, ef svo má að orði komast.

En eins og fyrr sagði átti Úlpa að vera en kemst ekki enda er svona meira kraftfgalla-veður.

Hlýðum á góða tónlist á Paddy´s í kvöld undir yfirskriftinni AFTAN Rokk - Morðingjarnir redda málunum.

Kl 21:00 í kvöld og að sjálfsögði: FRÍTT INN!!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024