Mögnuð stemning á Hjálmatónleikum í gær
Troðfullt var út úr dyrum á Glóðinni í gær þegar reggae hljómsveitin Hjálmar stigu á svið. Það má segja að stemningin hafi náð hámarki þegar Hjálmar tóki lagið „Borgin“ eftir að hafa verið klappaðir upp. Suðurnesjamenn eru hljómsveitinni vel kunnir og var mikið sungið með öllum lögunum.
„Við erum alveg í skýjunum með kvöldið og hljómsveitin líka, þetta verður pottþétt endurtekið!“ segir Ólafur Geir Jónsson annar eigenda Glóðarinnar. Fjórða og nýjasta plata Hjálma, IV, hefur fengið mjög góða dóma og rokið út eins og heitar lummur, en hún var að mestu leyti tekin upp á Jamaíka.
VF-myndir/HBP