Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Mögnuð stemmning þegar blöðrum var sleppt við setningu Ljósanætur
Fimmtudagur 3. september 2015 kl. 12:06

Mögnuð stemmning þegar blöðrum var sleppt við setningu Ljósanætur

„Það er magnað að standa hér fyrir framan leik- og grunnskólabörn bæjarins við setningu Ljósanætur. Þetta er mögnuð athöfn. Hvað við gerum í framtíðinni með blöðrusleppingar verður bara að koma í ljós. Ef ég ætti að svara því núna þá myndi ég vilja halda í hefðina,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri skömmu eftir setningu Ljósanætur 2015 en athöfnin fór að venju fram við Myllubakkaskóla í Keflavík. Þetta var í tólfta sinn sem svona setning fer fram. Börn sem komu því fyrst á svona setningu sem leikskólabörn eru nú í 10. bekk.

Mörg hundruð börn slepptu blöðrum og að venju er hver skóli með sinn lit. Nokkur umræða hefur verið um það hvort rétt væri að sleppa blöðrum, bæði vegna mengunar af þeim og skorts á helíum en það er notað til að blása þær upp. Meðal annars höfðu borist mótmæli úr einum skóla bæjarins, Heiðarskóla. Áður en blöðrunum var sleppt sungu þau undir gítarsöng lagið „Í síðasta skipti“ eftir Friðrik Dór. Tóku þau vel á söngnum og var greinilegt að þau kunnu lagið sem kannski sendi skilaboð við athöfnina.
Eftir ávarp bæjarstjóra, söng og blöðrusleppingar tók söngdívan Jóhanna Rut, sem sigraði í Samfés söngvakeppninni fyrr á árinu, eitt lag við hrifningu krakkanna og þeirra sem mættu við athöfnina.

Sjá fleiri myndir hér.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024