Mannlíf

Mögnuð stemmning á heimatónleikum - Ingó endaði á þjóðsöngnum
Jónas Sig gerði allt vitlaust í gamla bænum. VF-myndir/pket.
Laugardagur 1. september 2018 kl. 10:45

Mögnuð stemmning á heimatónleikum - Ingó endaði á þjóðsöngnum

Bítlabærinn stóð undir nafni þegar boðið var upp á sjö heimatónleika í gamla bænum á föstudagskvöldi á Ljósanótt. Um 700 manns nutu skemmtilegra tóna frá sjö flytjendum og líklega var það toppurinn þegar Ingó veðurguð lauk sínum tónleikum með því að synja þjóðsöng Íslands án undirleiks.

Auk Ingólfs sáu sex aðrir aðilar um stemninguna. Baggalútur var í Rokksafni Rúnars Júlíussonar, Valgeir Guðjónsson var í vinnustofu Sossu myndlistarkonu en síðan voru í gamla bæ Keflavíkur stelpubandið Kolrassa krókríðandi, 200.000 Naglbítar, Jónas Sig og Magnús og Jóhann sem spiluðu á heimili sóknarprestsins, Erlu Guðmundsdóttur.
Stemmningin var frábær en hugmyndin hefur slegið í gegn þar sem tónleikagestir geta gengið á milli tónleikastaða og notið margra flytjenda á einu kvöldi á röltinu.

Víkurfréttir sýndu í beinni útsendingu frá hluta tónleikana hjá Baggalúti og Magnúsi og Jóhanni. VF tók viðtal við Guðmund K. Jónsson, Kidda og félaga hans Guðmund Pálsson og þá voru þeir Magnús og Jóhann í VF viðtali eftir tónleikana í prestbústaðnum. Í fréttinni hér að neðan má sjá þessi myndskeið.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024