Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 6. janúar 2003 kl. 21:33

Mögnuð flugeldasýning í Reykjanesbæ

Haft var á orði að flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Suðurnes á þrettándafagnaði í Reykjanesbæ í kvöld stæði sýningum Disney's jafnfætis. Sýningin í kvöld var eins sú flottasta sem boðið hefur verið uppá á þrettándafagnaði í bæjarfélaginu. Stjörnubjartur himinn var þegar flugeldunum var skotið á loft en smá vindur. Skömmu áður en hátíðarhöldin við Iðavelli hófust gerði hins vegar þvílíkt úrhelli að menn óttuðust að hátíðarhöldin yrðu að skemmtun undir húsgafli, enda höfðu margir komið sér fyrir í skjóli við húsin á Iðavöllum.Þrettándabrennan veitti hins vegar yl og varla er hægt að kvarta yfir veðrinu þegar hitamælar sýna 5-6 stiga hita í upphafi árs.

Myndin er frá flugeldasýningu kvöldsins. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024