Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mjallhvít og dvergarnir sjö á Hjallatúni
Sunnudagur 20. maí 2012 kl. 14:17

Mjallhvít og dvergarnir sjö á Hjallatúni

Elstu börnin í leikskólanum Hjallatún sýndu afrakstur vinnu vetrarins þegar þau settu upp leiksýningu um Mjallhvít og dvergana sjö.

Unnið var með ævintýrið á skemmtilegan hátt, þar sem aðalatriðin voru dregin fram, sögupersónur skoðaðar og mikið spáð í umhverfinu.

Undirbúningurinn var alfarið í höndum barnanna þar sem þau skrifuðu, teiknuðu, máluðu, klipptu og límdu, tónlist samin og mörg þeirra saumuðu sinn eigin búning.

Að setja upp leiksýningu á vorin er orðin fastur liður á Hjallatúni og er það venjan að foreldrum er boðið á leiksýningu sem og öllum elstu börnum í leikskólum Reykjanesbæjar.






Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024