Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • „Mitt markmið var bara að útskrifast af eðlisfræðibraut“
  • „Mitt markmið var bara að útskrifast af eðlisfræðibraut“
Sunnudagur 11. júní 2017 kl. 06:00

„Mitt markmið var bara að útskrifast af eðlisfræðibraut“

segir Viktor Kjartansson sem útskrifaðist fyrir 30 árum af átta brautum.

Viktor Kjartansson brautskráðist fyrir 30 árum frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Í Víkurfréttum 12. júní 1987 birtist fyrirsögin: Brautskráður af 8 brautum. Í fréttinni er sagt frá brautskráningu frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og margir stúdentanna hafi brautskráðs frá fleiri en einni braut en einn hafi slegið öll met en hann tók við skírteinum frá átta brautum. Við heyrðum í Viktori nýlega þar sem hann búsettur í Noregi og þar sem hann starfar sem tölvunarfræðingur.
 
 

Varst þú eitthvað að misskilja orðið fjölbrautaskóli. Hélstu að að þú ættir að útskrifast af fjölda brauta?  


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Já ég hef löngum verið duglegur að misskilja hluti,“ segir Viktor í léttum tón.
 
 

Manst þú eitthvað eftir þessari brautskráningu?


„Já, sagan er sú að ég ætlaði að verða viðskiptajöfur og byrjaði því á viðskiptabraut. Eftir tvö ár fékk ég hinsvegar mikinn áhuga á stærðfræði og skipti yfir á eðlisfræðibraut. Síðan var ég í tónlistarskólanum og fékk fullt af valeiningum þaðan. Ég hafði einnig mikinn áhuga á tölvum þannig að ég tók alla tölvuáfanga sem voru í boði. Þegar öllu var safnað saman og borið saman við námsvísi í Fjölbrautaskólans eins og hann var þá þá var þetta að mig minnir: Eðlisfræðibraut, Viðskiptabraut, Tölvufræði raungreinabraut, Tölvufræði viðskiptabraut. Síðan tveggja ára brautir á báðum tölvunarfræðibrautunum og svo tónlistarbraut og fiskvinnslubraut. Mitt markmið var bara að útskrifast af eðlisfræðibraut en fékk að vita þetta svona í rétt fyrir útskrift.“



Ert þú eitthvað á leiðinni til baka til Íslands?
„Nei, ég er búinn að koma mér vel fyrir hér í Noregi og líkar mun betur stöðugleikinn hér en rússíbaninn á Íslandi,“ segir Viktor að lokum.