Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Missti niður um sig jólasveinabuxurnar
Laugardagur 26. desember 2015 kl. 13:33

Missti niður um sig jólasveinabuxurnar

Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari er frekar vanafastur en hann hefur svo oft verið í útlöndum um jólin. Einu sinni söng hann kl. 18 á aðfangakvöld í Parísaróperunni í Töfraflautu Mozarts. „Það særði barnið í mér að þurfa að gera það,“ segir Bjarni í svörum við jólaspurningum frá Víkurfréttum.

Jólabíómyndin sem kemur þér í skapið?

Love Acutally.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sendir þú jólakort eða hefur Facebook tekið yfir?

Þvert á vilja minn er fésbókin að taka yfir í jólakveðjunum.

Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar?

Ég er frekar vanafastur en hef svo oft verið í útlöndum um jólin. Einu sinni söng ég kl. 18 á aðfangakvöld í Parísaróperunni í Töfraflautu Mozarts. Það særði barnið í mér að þurfa að gera það.

Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?

Unnustan gaf mér handtösku fyrir tveimur jólum síðan og mér þykir afskaplega vænt um þær báðar.

Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér frá yngri árum þínum á jólum?

Eftirminnilegt er þegar við Einar Jón bekkjarfélagi minn lékum jólasveina, sennilega aðeins 10 ára gamlir og ég missti niður um mig jólasveinabuxurnar. Krakkarnir í 1. bekk fóru öll að hlæja og ég var næstum dottinn þegar ég grunlaus ætlaði að ganga af stað.

Hvað er í matinn á aðfangadag?

Oft hamborgarhryggur og í seinni tíð líka rjúpa. Þessi jól verðum við sennilega með fugla; væntanlega hátíðarkjúlla.

Hvenær eru jólin komin fyrir þér?

Jólin sjálf koma kl. 18 á aðfangadag, allt þar á undan er bara forleikur.

Hefur þú verið eða gætir þú hugsað þér að vera erlendis um jólin?

Ég hef oft verið erlendis um jólin en finnst best að vera heima. Myndi sennilegast aldrei fara í frí um jólin á einhverja sólarströnd.

Hvernig brástu við þegar þú komst að leyndarmálinu um jólasveininn?

Hvaða leyndarmál um jólasveininn ertu að tala um? Ha?

Áttu þér uppáhalds jólaskraut?

Elska jólaljós og hátíðleika, frekar en glimmer og drasl.

Hvernig verð þú jóladegi?

Á jóladag verður fjölskylduhittingur hjá okkur og því verður deginum eytt í góðu yfirlæti meðal ástvina eins og vera ber.