Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 7. janúar 1999 kl. 22:11

MISSTI FÖLSKU TENNURNAR Í SJÓINN

Ein spaugileg áramótasaga. Einn góður bæjarbúi í Keflavík varð fyrir því óláni að missa fölsku tennurnar í sjóinn í smábátahöfninni. Ekki er gott að japla á hátíðarmatnum tannlaus svo brugðið var á það ráð að hafa samband við kunnan kafara til að eiga við þetta óvenjulega en jafnframt erfiða verkefni. Hann stökk í sjóinn eftir ábendingu frá eiganda tannanna um hvar gómurinn fór í sjóinn. Þegar niður var komið blasti gómurinn brosandi við kafaranum. Krossfiskar sem hefðu eflaust viljað ná í hangikjötafganga voru nálægir en höfðu þegar klárað það sem fylgdi tönnunum, það er að segja hangikjötsafgöngunum, eða þannig. Maðurinn fékk tennurnar aftur og skellti þeim í vasann glaður í bragði - og brosti sínu blíðasta þakklætisbrosi til kafarans...
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024