Minnsti og mesti aðdáandi slökkviliðsins
Gaf slökkviliðsmönnum blóm
Ung dama í Reykjanesbæ er yfir sig hrifin af slökkviliðsmönnum og finnst fátt skemmtilegra en að vinka þeim þegar hún sér bílinn þeirra þjóta fram hjá. Ekki fannst henni nóg að senda slökkviliðsmönnum bros heldur vildi hin þriggja ára Naomi Stjarna fara með mömmu sinni og gefa þeim blóm.
Naomi kom færandi hendi einn daginn og afhenti slökkviliðsmanni blóm sem hún hafði týnt með móður sinni. Finnst henni slökkviliðsmenn eiga skilið að fá fallegar gjafir þar sem þeir séu svo góðir menn.