Minningarathöfn um drukknaða sjómenn
Minningarathöfn fór fram vestur af Garðskaga á föstudag, 31. maí, þar sem sjómanna sem hafa drukknað var minnst. Athöfnin fór fram um borð í safnskipinu Óðni. Upphaflega stóð til að hafa athöfnina vestur af Stafnesi en vegna sjólags var athöfnin haldin úti fyrir Garðskaga.
Það voru hollvinir safnskipsins Óðins sem stóðu fyrir athöfninni. Sigurður Kr. Sigurðsson prestur fór með blessunarorð. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flutti ávarp og það gerði Vilbergur Magni Óskarsson skipherra einnig. Í sameiningu vörpuðu þeir kransi í hafið með kveðju frá hollvinum Óðins.
Með athöfninni var minnst allra sjómanna sem drukknað hafa á þessu svæði og leitast við að sýna minningu þeirra virðingu og votta aðstandendum þeirra samúð. Þá var minnst sérstaklega manna sem hafa farist á svæðinu frá árinu 1959 til ársins 1992. Egill Þórðarson, loftskeytamaður, nefndi þar sérstaklega fimm sjóslys og las upp nöfn allra þeirra manna sem fórust. Var hvítri rós varpað í hafið fyrir hvern þeirra.
Hermóður, fórst 18. febrúar 1959
Vitaskipið Hermóður hafði verið við bátagæslu, þ.e. aðstoðarskip fyrir vertíðarflotann í Vestmannaeyjum fyrir Landhelgisgæslu Íslands og var á heimleið til Reykjavíkur. Skipið fórst með allri áhöfn, tólf manns, í suðvestan aftakaveðri út af Kirkjuvogi aðfaranótt 18. febrúar 1959.
Þeir sem fórust voru:
Ólafur G. Jóhannsson, skipstjóri, 41 árs.
Sveinbjörn Finnsson, 1. stýrimaður, 24 ára.
Eyjólfur Hafstein, 2. stýrimaður, 47 ára.
Guðjón Sigurjónsson, 1. vélstjóri, 40 ára.
Guðjón Sigurðsson, 2. vélstjóri, 65 ára.
Birgir Gunnarsson, matsveinn, 20 ára.
Magnús Ragnar Pétursson, háseti, 46 ára.
Jónbjörn Sigurðsson, háseti, 19 ára.
Kristján Friðbjörnsson, háseti, 27 ára.
Davíð Sigurðsson, háseti, 23 ára.
Einar björnsson, háseti, 30 ára.
Helgi Vatnnes Kristjánsson, dagmaður í vél, 16 ára.
Rafnkell GK 510, fórst 4. janúar 1960
Línubáturinn Rafnkell GK 510 úr Garði, fórst í slæmu veðri með allri áhöfn, sex manns, í fyrsta línuróðri vertíðarinnar aðfararnótt 4. janúar 1960, líklega út af Stafnesi eða Kirkjuvogi.
Þeir sem fórust voru:
Garðar Guðmundsson, skipstjóri, 41 árs.
Björn Antoníusson, stýrimaður, 31 árs.
Vilhjálmur Ásmundsson, 1. vélstjóri, 33 ára.
Magnús Berentsson, matsveinn, 42 ára.
Jón Sveinsson, háseti, 36 ára.
Ólafur Guðmundsson, háseti, 36 ára.
Stuðlaberg NS 102, fórst 17. eða 18. febrúar 1962
Síldarbáturinn Stuðlaberg NS 102 fórst með allri áhöfn, ellefu manns, í slæmu veðri undan Stafnesi 18. febrúar 1962. Síðast heyrðist til bátsins að kvöldi 17. febrúar er hann var undan Selvogi.
Þeir sem fórust voru:
Jón Hildiberg Jörundsson, skipstjóri, 32 ára.
Pétur Þorfinnsson, stýrimađur, 30 ára.
Kristján Jörundsson, 1. vélstjóri, 34 ára.
Karl Jónsson, 2. vélstjóri, 28 ára.
Birgir Guðmundsson, Matsveinn, 39 ára.
Stefán Elíasson, háseti, 39 ára.
Guđmundur Ólason, háseti, 33 ára.
Gunnar Valberg Laxfoss Hávarðsson, háseti, 17 ára.
Örn Ólafsson, háseti, 22 ára.
Kristmundur Benjamínsson, háseti, 33 ára.
Ingimundur Sigmarsson, háseti, 31 árs.
Þorbjörn RE 36, fórst 25. ágúst 1965
Trollbáturinn Þorbjörn RE 36 fórst 24. ágúst 1965 við Kinnaberg, með fimm mönnum, einn maður komst lífs af.
Þeir sem fórust voru:
Guðmundur Falk Guðmundsson, skipstjóri 52 ára.
Jón Ólafsson, vélstjóri 27 ára.
Hjörtur Guðmundsson, háseti sonur skipst 15 ára.
John Henderson, háseti 21 árs.
Kaiz Imierz Walerian Gron, matsveinn 22 ára.
Sveinn Guðmundsson GK 315, fórst 10. september 1992
Rækjubáturinn Sveinn Guðmundsson GK 315 fórst skyndilega í sæmilegur veðri með allri áhöfn, þremur mönnum, NV-af Eldey 10. september 1992.
Þeir sem fórust voru:
Þorsteinn Einarsson, skipstjóri, 66 ára.
Ásmundur Steinar Björnsson, 39 ára.
Svavar Páll Óskarsson, 53 ára.
Áhöfn safnskipsins Óðins föstudaginn 31. maí
Vilbergur Magni Óskarsson, skipherra, Valur Jóhannesson, yfirstýrimaður, Guðmundur B: Agnarsson, 1. stýrimaður, Egill Þórðarson, loftskeytamaður, Ingólfur Kristmundsson, yfirvélstjóri, Birgir Óskarsson, 1. vélstjóri, Valur Kristjánsson, 2. vélstjóri, Búi St. Jóhannesson, tæknimaður, Leifur Ólafsson, tæknimaður, Brynjar Pétursson, tæknimaður, Hilmar Guðmundsson, háseti, Rafn Sigurðsson, háseti, Kristinn Halldórsson, háseti, og Sigurður Ásgrímsson, háseti.
Gestir safnskipsins Óðins föstudaginn 31. maí.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Sigurður Kr. Sigurðsson, prestur, Hilmar Bragi Bárðarson, Ásgeir M. Hjálmarsson, Vigdís Hauksdóttir og Ríkharður Már Ríkharðsson.