Minning Siguróla heiðruð með tónleikum
Tónleikar til minningar um tónlistarmanninn Siguróla Geirsson, voru haldnir í Keflavíkurkirkju á afmælisdegi Siguróla þann 19. maí síðastliðinn en hann hefði orðið 60 ára þennan dag.
Á tónleikunum komu fram kórar, lúðrasveitir og einstaklingar sem fluttu lög og útsetningar eftir Siguróla við góðar undirtektir viðstaddra.
Eftir tónleikana buðu félagar Siguróla úr Frímúrarareglunni tónleikagestum upp á kaffi og konfekt í safnaðarheimilinu en þar voru sýndar myndir, handrit o.fl. tengt ævi og starfi tónlistarmannsins.