Minnast þeirra sem fórust í brunanum í Skildi

 Bókin Bruninn í Skildi eftir Dagnýju Gísladóttur er kemur út þann 5. desember. Bókin fjallar um þann hörmulega atburð þegar eldur varð laus í samkomuhúsinu Skildi í Keflavík þann 30. desember 1935 með þeim afleiðingum að tíu manns létu lífið. Dagný Gísladóttir skrifar um atburðinn af næmni og virðingu og kemur efninu vel til skila.
Bókin Bruninn í Skildi eftir Dagnýju Gísladóttur er kemur út þann 5. desember. Bókin fjallar um þann hörmulega atburð þegar eldur varð laus í samkomuhúsinu Skildi í Keflavík þann 30. desember 1935 með þeim afleiðingum að tíu manns létu lífið. Dagný Gísladóttir skrifar um atburðinn af næmni og virðingu og kemur efninu vel til skila.
Í tilefni af útgáfu bókarinnar verður minningastund í Keflavíkurkirkju þann 5. desember kl: 20. Dagný les þá úr bókinni og ræðir við kirjugesti um atburðinn.
Bókin fæst í verslunum Eymundsson og verslunum Samkaupa og Nettó víða um land.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				