Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Minjafélag Grindavíkur stofnað á morgun
Þriðjudagur 15. október 2013 kl. 09:54

Minjafélag Grindavíkur stofnað á morgun

Nokkrir áhugasamir einstaklingar í Grindavík hafa verið að skoða með stofnun Minjafélags í Grindavík. Tilgangur slíks félags yrði að stuðla, í samvinnu við aðra, að varðveislu menningarminja í Grindavíkurbæ. Einnig að vekja áhuga fólks á sögu og fornri menningu sveitarfélagsins og minjum um horfna tíma. Til menningarminja teljast munir, fornleifar, gamlar byggingar og menningarlandslag og aðrar minjar um búsetu manna.

Félagið yrði opið öllum sem hafa áhuga á minjavernd í Grindavíkurbæ.

Af þessu tilefni er hér með boðað til kynningarfundar um stofnun slíks félags og verður fundurinn haldinn á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, miðvikudaginn 16. október n.k. kl. 20:00. Á fundinn mæta Helga Ragnarsdóttir og Birgir Þórarinsson frá Minjafélagi Vatnsleysustrandar og munu þau kynna starfsemi félagsins.

Allir þeir sem hafa áhuga á varðveislu menningarminja í Grindavík eru hvattir til að mæta á fundinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024