Minigolf í Hraunborgum á meðan aðrir djamma

-Kristín Sigurbjörg Jónsdóttir

Hvað ætlarðu að gera um Verslunarmannahelgina?
„Ég er í vaktavinnu og verð því heima að vinna um Verslunarmannahelgina.“

Ertu vanaföst um Verslunarmannahelgina eða breytiru reglulega til?
„Það er misjafnt hvað ég geri. Það fer bara eftir status hjá mér hvert ár.“

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin til þessa? Af hverju?
„Klárlega í fyrra vegna þess að ég var kasólétt. Við kærastinn áttum góða helgi og skelltum okkur í minigolf í Hraunborgum á meðan allir aðrir djömmuðu.“

Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um Verslunarmannahelgina?
„Góður félagsskapur.“

Hvað ertu búin að gera í sumar?
„Ég kom úr fæðingarorlofi í júní, svo ég er aðalega búin að vera vinna en við fjölskyldan höfum reynt að gera eitthvað skemmtilegt á fríhelgum.“

Hvað er planið eftir sumarið?
„Ég ætla að halda áfram að vinna, halda áfram í skólanum og njóta lífsins með fjölskyldu og vinum.“