Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Millimetrarnir skipta máli
Stefanía Sóley unir sig vel í húsasmíðinni í FS.
Þriðjudagur 16. apríl 2019 kl. 06:00

Millimetrarnir skipta máli

„Ég byrjaði í húsasmíði síðastliðið haust en ég var í myndlistaráfanga og prófaði einnig vélsmíði og trésmíði hér í FS. Ég var svona að spá í að verða arkitekt í upphafi en veit ekki hvað ég geri. Mér fannst alltaf gaman í smíði þegar ég var í grunnskóla. Eftir að ég byrjaði hér í húsasmíðadeildinni er ég mjög ánægð. Mér finnst þetta miklu skemmtilegra en annað sem ég hef prófað,” segir Stefanía Sóley Steinarsdóttir en hún er nítján ára húsasmíðanemi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún hefur mikinn áhuga á verklegu námi og þar sem hún er bæði með les- og skrifblindu hefur henni gengið vel að vinna með höndunum.

„Mér finnst gaman í þessu verklega. Stundum er flóknara að framkvæma hlutinn en hann lítur út fyrir en svo er bara að byrja. Millimetrarnir skipta miklu máli hér,“ segir hún en nú þegar hefur Helena sótt um sumarstarf á þremur stöðum á Suðurnesjum og vonast til að verða ráðin í sumarafleysingar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Mér finnst strákarnir hér í húsasmíðinni fyndnir og fínir. Það er alltaf léttur mórall og bara mjög gaman að vera með strákunum. Ég stefni á að sameina húsasmíði og stúdentspróf og mig langar einnig að fara í háskólanám. Mig langar að læra að verða kennari, kannski bara smíðakennari því mér finnst það spennandi.“

 Stefanía Sóley ásamt Gunnari Valdimarssyni kennara.