Millet úlpan sterk í minningunni
Ásdís Þorgilsdóttir er mjög mikið jólabarn og man eftir sér dansandi í jólaboðum þegar hún var lítil stelpa. Millet úlpan var ein af eftirminnilegum jólagjöfum.
Ertu mikið jólabarn?
Já mjög mikið.
Hvað er uppáhalds jólalagið þitt?
Hugurinn fer hærra og Pottþétt jól diskurinn alltaf uppáhalds.
Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar?
Yfirleitt rétt fyrir jól.
Áttu einhverja sérstaka minningu frá jólum?
Ég dansandi í jólaboðum.
Hvað er ómissandi á jólum?
Fjölskyldan, jólaljós, jólaskraut og notalegheit.
Hvað finnst þér skemmtilegast um jólahátíðina?
Að geta slakað á í faðmi fjölskyldu og vina, borðað góðan mat og lesið góða bók.
Bakar þú smákökur fyrir jólin?
Nei það fer ekki mikið fyrir því. Fæ frá tengdó og kaupi Sörur.
Hvenær setjið þið upp jólatré?
Yfirleitt fljótlega í desember.
Ertu með einhverjar fastar hefðir um jólin?
Erum alltaf með mömmu og fjölskyldu eða tengdó til skiptis á aðfangadag, jólaboð hjá stór fjölskyldunni á jóladag.
Hvenær eru jólin komin hjá þér?
Þegar ég byrja að hlusta á jólalög í nóvember.
Hvar ætlar þú að verja aðfangadegi?
Heima.
Hvað verður í matinn á aðfangadag?
Sveppasúpa, hamborgarhryggur og Beef Wellington steik ásamt brúnuðum kartöflum og fleiru.
Eftirminnilegasta jólagjöfin?
Þegar ég fékk Millet úlpu, Adidas glans galla og Top ten Adidas skó sem unglingur.