Miklar endurbætur í Lífsstíl
Lífsstíll líkamsrækt og ljósastofa hefur tekið miklum breytingum undanfarna mánuði. Unnið hefur verið markvisst að því að gera stöðina vel útbúna tækjum og tólum sem auka fjölbreyttnina í þjálfun.
Skipt hefur verið út hluta af lyftingartækjunum og lóðasvæði stækkað. Hvort sem þú ert byrjandi í líkamsrækt eða lengra kominn, þá ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Lífsstíl.
Lífsstíll býður upp á fjölda opinna tíma sem innihalda Spinning, 6 pack og slökun, ButtLift, Fitness box, Ketilbjöllur, Palla, Tae Bo, Jóga, Insanity og Metafitt sem er nýjung í Lífsstíl. Metafitt er þol og þrektimi sem hentar jafnt körlum sem konum, byrjendum sem lengra komnum. Fjöldi lokaðra námskeiða er einnig í boði þ.á.m. Heilsurækt fyrir konur, Bikini-form, Strákapúl, Flott-Form og Yfirvigt (Biggest lúser) sjá nánar á lifsstill.net.
Einka-og hópþjálfun er í boði í Lífsstíl, lagt er áhersla á að bjóða upp á faglega, persónulega og góða þjónustu. Einnig er gott að koma í Lífsstíl til að slaka á, því þar er að finna frábæra ljósastofu og notalegt gufubað. Eftir æfingar er síðan hægt að fá sér góðan endurnærandi sjeik til að toppa æfinguna.
Lífsstíll býður upp á frábær Ljósanæturtilboð þessa dagana (frá 3.325 pr. mánuðinn) og hvetjum við fólk til að kíkja vel á það, því þú færð mikið fyrir peninginn með því að velja og treysta Lífsstíl fyrir þinni heilsu, segir í tilkynningu frá Lífsstíl.