Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

  • Mikilvægt að vera góð fyrirmynd fyrir ungar konur
    Oddnýju dreymir um að fara með fjölskyldunni sinni í hjólreiðaferð um Mósedalinn í Þýskalandi. Hún sér fram á annasamt sumar enda er búist við kosningum í haust.
  • Mikilvægt að vera góð fyrirmynd fyrir ungar konur
    Það er annasamt sumar framundan hjá Oddnýju. Hana dreymir þó um að fara í hjólreiðaferð með fjölskyldunni.
Föstudagur 10. júní 2016 kl. 12:00

Mikilvægt að vera góð fyrirmynd fyrir ungar konur

Oddný Harðardóttir var fyrsti ráðherra Suðurnesjamanna og nú fyrsti formaður stjórnmálaflokks

Oddný Harðardóttir var á dögunum kjörinn formaður Samfylkingarinnar. Nýtt hlutverk leggst vel í Garðbúann sem áður hafði gengt hlutverki fjármálaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Þrátt fyrir að flokkurinn sé með nánast sögulega lítið fylgi um þessar mundir þá var Oddný hvergi bangin við að taka að sér að leiða flokkinn.

„Ég gekk lengi með þessa hugmynd í maganum en ég fékk mikla hvatningu. Ef ég hefði ekki fengið hana þá hefði ég ekki farið af stað. Ég nýt mín ágætlega í mótlæti og mér finnst gaman að finna leiðir út úr vanda.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Oddný mun vera fyrsti Suðurnesjamaðurinn sem gegnir formennsku stjórnmálaflokks á Íslandi. Hún var jafnframt fyrsti ráðherrann sem Suðurnesjamenn eignuðust. „Ég er sjálf ekkert að spá í þessa hluti. Hins vegar veit ég að sem gamall kennari og skólastjórnandi, að fyrirmyndir skipta miklu máli. Mér finnst mikilvægt að vera góð fyrirmynd fyrir ungar konur.“ Oddný segir að sú reynsla sem hún hafi öðlast sem ráðherra verði ekki frá henni tekin. Á þeim tíma hafi hún lært óskaplega margt. Sú reynsla hafi nýst vel í pólitíkinni og muni gera það áfram.

Það eru annasamir tímar framundan hjá Oddnýju og félögum hennar í Samfylkingunni þannig að sumarfríið verður af skornum skammti. Við fengum þó formanninn nýkrýnda til þess að segja okkur aðeins frá áformum sínum í sumar.

Hvernig verður sumarfríið hjá þér í ár?
„Ég mun ekki fá mikið sumarfrí þar sem kosningar eru í haust og undirbúningur fer fram í sumar. Ég geri þó ráð fyrir að nýta sumarbústaðinn í Kjarnaskógi sem við leigðum okkur í eina viku.“

Eftirminnilegt sumarfríi hjá þér?
Ég hef verið svo lánsöm að öll sumarfrí með fjölskyldunni hafa verið skemmtileg og eftirminnileg. En sumarið 2008 fórum við Eiríkur í hjólaferð með gömlum skólafélögum frá borginni Bolzano á Ítalíu og við enduðum í Feneyjum. Það var hreint út sagt dásamlegt að hjóla í því undurfallega umhverfi í góðum félagsskap.“

Hvert væri draumasumarfríið?
„Mig dreymir um að fara með allri fjölskyldunni, Eiríki, stelpunum, tengdasonum og barnabörnum í hjólaferð um Móseldalinn. Vonandi gerum við það á næstu árum.“