Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mikilvægt að læra skyndihjálp
Miðvikudagur 4. maí 2005 kl. 16:43

Mikilvægt að læra skyndihjálp

Foreldrahópur 88 hússins hittist í dag til að hlusta á umfjöllun Rúnars Helgasonar, sem bar heitið: „Hvernig get ég bjargað barninu mínu með skyndihjálp?“

Þar fjallaði hann meðal annars um rétt viðbrögð foreldra ef aðskotahlutur festist í öndunarvegi barna. Mjög mikilvægt er að veita skyndihjálp á réttan hátt. Ekki er hægt að nota sömu aðferð og á fullorðna þar sem vöðvar og bein eru ekki nægilega sterk til að þola sömu aðferðir og notað er á fullorðna.

Þó eitranir séu óalgengar koma alltaf upp atvik þar sem börn komast í lyf, hreinsilög, uppþvottaefni sem og önnur efni í duftformi. Þá eru hlutir eins og edik og lampaolía stórhættuleg börnum.

Mikilvægt er að vera meðvitaður um þá staði sem fólk geymir þessa hluti venjulega á. Ekki er nóg að gera heimili sitt barnvænt, huga verður að þessu utan veggja heimilisins.

 

VF-mynd/Margrét



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024