Mikilvægt að koma safninu á framfæri
Sigrún Ásta Jónsdóttir tók við starfi safnvarðar á Byggðasafni Suðurnesja fyrir stuttu. Sigrún er menntaður sagnfræðingur og útskrifaðist úr heimspeki frá háskólanum í St. Andrews í Skotlandi.
„Ég sá auglýsingu frá bæjarfélaginu sem var mjög vel orðuð. Þar var lögð áhersla á að menningarmál skiptu miklu máli í þeirra augum og gert ráð fyrir að leggja mikið í þau á næstunni. Mér leist vel á þetta og sendi inn umsókn“, segir Sigrún þegar hún er spurð hversvegna hún hafi valið að flytjast á Suðurnesin en hún er fædd og uppalin á Búðardal. Sigrún hefur mikla reynslu af störfum á söfnum en hún starfaði í 4 ár á Þjóðminjasafninu og síðustu fimm ár á Snæfellsnesi. Mörg verkefni eru framundan og er Sigrún bjartsýn á framtíðina í safnamálum í Reykjanesbæ. „Ég tek við ágætu búi. Það hefur mikið verið gert í þessum málum en við erum nokkrum skrefum á eftir nágrannasveitafélögunum á Vestur- og Suðurlandi“, segir Sigrún og bætir við að brýnasta verkefnið framundan sé að koma safninu í nýtt sýningarhús og á framfæri við almenning. Ráðgert er að opna sýningarsal í Duus-húsunum næsta vor, með sýningu á skipalíkönum Gríms Karlssonar. Enn hefur engin ákörðun verið tekin um húsin sem safnið er í núna en að sögn Sigrúnar eru munir í góðu ástandi en samt sem áður er mikið verk fyrir höndum að skrá munina og koma þeim fyrir. Byggðasafnið á stórt safn ljósmynda sem verið er að skrá. Mikil samvinna verður við byggðasöfn í kring og reynt verður að tengja söfnin þannig að sama sagan sé ekki sögð á hverjum stað en samvinna á landvísu hefur einnig aukist til muna.
„Ég sá auglýsingu frá bæjarfélaginu sem var mjög vel orðuð. Þar var lögð áhersla á að menningarmál skiptu miklu máli í þeirra augum og gert ráð fyrir að leggja mikið í þau á næstunni. Mér leist vel á þetta og sendi inn umsókn“, segir Sigrún þegar hún er spurð hversvegna hún hafi valið að flytjast á Suðurnesin en hún er fædd og uppalin á Búðardal. Sigrún hefur mikla reynslu af störfum á söfnum en hún starfaði í 4 ár á Þjóðminjasafninu og síðustu fimm ár á Snæfellsnesi. Mörg verkefni eru framundan og er Sigrún bjartsýn á framtíðina í safnamálum í Reykjanesbæ. „Ég tek við ágætu búi. Það hefur mikið verið gert í þessum málum en við erum nokkrum skrefum á eftir nágrannasveitafélögunum á Vestur- og Suðurlandi“, segir Sigrún og bætir við að brýnasta verkefnið framundan sé að koma safninu í nýtt sýningarhús og á framfæri við almenning. Ráðgert er að opna sýningarsal í Duus-húsunum næsta vor, með sýningu á skipalíkönum Gríms Karlssonar. Enn hefur engin ákörðun verið tekin um húsin sem safnið er í núna en að sögn Sigrúnar eru munir í góðu ástandi en samt sem áður er mikið verk fyrir höndum að skrá munina og koma þeim fyrir. Byggðasafnið á stórt safn ljósmynda sem verið er að skrá. Mikil samvinna verður við byggðasöfn í kring og reynt verður að tengja söfnin þannig að sama sagan sé ekki sögð á hverjum stað en samvinna á landvísu hefur einnig aukist til muna.