Mikilvægasta máltíð dagsins
Nú er jólaasinn byrjaður á Suðurnesjum eins og annars staðar á landinu. Fólk á hlaupum í innkaupum, segir einhverstaðar í ágætum texta. Í asanum er nauðsynlegt að gleyma ekki að nærast. Oft er talað um að morgunmaturinn sé mikilvægasta máltíð dagsins og barnið á meðfylgjandi mynd virðist ætla að borða kassann með morgunkorninu í heilu lagi. Myndin var tekin í Samkaup Úrval í Njarðvík. Verslunin hefur verið klædd í jólabúning eins og bærinn allur sem nú skartar hlýlegum jólaljósum.