Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mikilvægast að muna eftir ferðatöskunni
Brynjar Freyr Garðarsson
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
laugardaginn 30. júlí 2022 kl. 16:00

Mikilvægast að muna eftir ferðatöskunni

Víkurfréttir fóru á stúfana og spurðu fólk af Suðurnesjum hvað það ætlar að gera um verslunarmannahelgina. Brynjar Freyr Garðasson eyðir yfirleitt þessari ferðamannahelgi í bústað sem afi hans átti en í þetta skiptið ætlar hann að eyða henni á Grænlandi.
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?

Ég er að fara til Grænlands í göngu.

Hvað finnst þér mikilvægast að taka með þér inn í helgina?

Listinn er langur í þetta skipti þar sem maður þarf að hugsa alla ferðina til enda, undirbúa nánast allan mat og svona. Þannig mikilvægast er að muna eftir ferðatöskunni með öllum helstu nauðsynjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hver er besta minningin þín frá verslunarmannahelgi?

Ég hef til þessa eytt flestum verslunarmannahelgum í bústað sem afi minn átti - bestu minningarnar eru örugglega þaðan.