Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

„Mikill metnaður í fólki“
Óli Þór Magnússon, verkfræðingur, sem fer með byggingarstjórn og eftirlit í Hljómahöllinni.
Sunnudagur 19. janúar 2014 kl. 09:00

„Mikill metnaður í fólki“

Mótun og frágangur Hljómahallarinnar gengur vel.

„Kennsla hefst í tónlistarskólanum 3. febrúar. Efri hæðin er komin mjög langt en skólinn verður einnig að hluta til niðri,“ segir Óli Þór Magnússon, verkfræðingur sem fer með byggingarstjórn og eftirlit í Hljómahöllinni. Hann bætir við að ýmislegt sé lagað, breytt og bætt á lokaspretti svona stórs verkefnis. Ólík sérþekking margra hafi þau áhrif að horft sé á verkið út frá ýmsum vinklum og mikill metnaður í fólki. Víkurfréttir kíktu við í Hljómahöllinni fyrir helgi og hitti þar m.a. fyrir Óla Þór, ásamt Tómasi Young, framkvæmdastjóra, og Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, sem báru saman bækur sínar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tómas Young, Óli Þór Magnússon og Árni Sigfússon.

Mjög góð samvinna
Óli Þór segist skynja þann mikla metnað sem Reykjanesbær setur í verkefnið og allir sem standi að þessu vilji vanda sig vel í verkefninu. „Það er búið að vera mjög gott að vinna með þeim öllum þátttakendum í verkefninu, hvort sem það eru stjórnendur, hagsmunaaðilar eða verktakar og samvinnan einstaklega góð í verkefninu.“

Ýmsar pælingar eru gangi varðandi lokafrágangs þessa svæðis, rétt við innganginn.


Margir iðnaðarmenn í mörgum rýmum
Varðandi fjölda þeirra sem koma að verkefninu segir Óli Þór að að meðaltali hafi verið um að ræða 40-50 iðnaðarmenn á verkstað á verktímanum og langflestir þeirra Suðurnesjamenn. „Við höfum brotið verkliði niður og unnið markvisst. Þetta eru mjög góðir verktakar og fyrirtæki með langa reynslu sem hafa starfað að verkefninu.“ Vegna þess fjölda af rýmum sem eru í húsinu nefnir Óli Þór að gaman sé að segja frá því að oft hafi menn komið inn í húsnæðið og séð kannski 30 bíla fyrir framan húsið og ekki séð nema nokkra menn að störfum við fyrstu sýn og spurt hann hvar eiginlega mannskapurinn sé, því hópurinn hafi verið dreifður við vinnu í þeim u.þ.b. 70 rýmum sem unnið var í að staðaldri. „Þegar ég er að læsa á kvöldin verð ég oft að ganga um allt húsnæði til að tryggja að enginn væri enn að vinna í einhverju rýminu svo ég læsa þá ekki inni,“ segir Óli Þór hlæjandi.

Gangur og kennslurými tónlistarskólans.

Allt úthugsað
Hvert og eitt rými í tónlistarskólanum er úthugsað og sérstaklega hljóðeinangrað. Í sumum herbergjum eru t.a.m. veggir sem ekki eru hornréttir eins og upptökurými og í öðrum rýmum eru sérstaklega hljóðeinangraðir veggir. Þá er 140 fermetra æfingasalur í tónlistarskólanum og rými fyrir nemendur sem ekki hafa kost á að æfa sig heima.

Útsýnið fá 2. hæð.

Mikilvægur kammersalur
Við hliðina á æfingasal tónlistarskólans er síðan fjölnota kammersalur sem mun rýma allt að 100 gesti. Þar verður hægt að halda ýmsa viðburði. „Það á eftir að klára þennan sal. Við höfum passað okkur á að fara ekki of langt með hann í framkvæmd, því menn vilja vanda sig vel með þennan sal og annað sem er óklárað á þessari stundu. Erfiðara er að vinna sig til baka, því fylgir aukakostnaður.

Salernisaðstaða á 2. hæð, þar sem tónlistarskólinn verður.


Safnahlutinn hulinn leynd ennþá
Sjálft Poppminjasafnið verður síðan staðsett í aðalsal á neðri hæð og vill Óli Þór ekki gefa of mikið upp um það og brosir. Áætlað er að ljúka við safnahlutann í byrjun mars. Eflaust bíða margir Suðurnesjamenn og aðrir spenntir eftir því að sjá og upplifa þegar þar að kemur.

Séð inn ganginn á 2. hæð á svæði tónlistarskólans.