Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mikill fjöldi á þrettándagleði í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 7. janúar 2010 kl. 15:35

Mikill fjöldi á þrettándagleði í Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um þúsund manns kvöddu jólin á þrettándagleði í Reykjanesbæ í gær sem náði hápunkti með glæsilegri flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Suðurnes.

Nokkur hundruð bæjarbúa, yngri sem eldri komu í skrúðgöngu frá Myllulbakkaskóla að hátíðarsvæðinu neðst á Hafnargötu. Þar tók Léttsveit og jasssveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, allir helstu kórar bæjarins og jólasveinar við og sungu nokkur lög og kvöddu þannig jólahátíðina.
Auk fyrrnefndra tóku þátt í hátíðinni Leikfélag Keflavíkur, skátar frá Heiðarbúum. Grýla og Leppalúði og púkar þeirra voru á svæðinu.
Gott veður var og góð stemmning hjá miklum fjölda bæjarbúa. Víkurfréttir voru þar á meðal og fönguðu stemmninguna á myndavélarnar.

Páll Orri Pálsson tók ljósmyndirnar sem birtast hér með þessari frétt og einnig fleiri sem sjá má í Ljósmyndasafni vf.is. Smelltu hér til að fara þangað.

--Það er alltaf skemmtilegt að fygljast með stjörnum Björgunarsveitarinnar  Suðurnes fara á loft. Jólasveinarnir á Þrettándagleðinni voru að drífa sig heim til Grýlu og Leppalúða.